Vinnustofa: smjör, gerjun og menning

  • Alliance Française í Reykjavík laugardagur 23. nóvember 2019 frá kl. 14-16

Í tilefni af hátíðinni Keimur 2019 og með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi býður Alliance Française í Reykjavík upp á vinnustofu um smjör og gerjun laugardaginn 23. nóvember, kl. 14-16 í viðurvist kokksins/listakonunnar Anaïs Hazo.

Smjör er mikilvægur þáttur franskrar matgerðarlistar. Vissuð þið að líka er hægt að „rækta“ smjör? Í þessari vinnustofu búum við saman til smjör úr gerjaðri mjólk. Þessi vinnustofa verður skemmtileg, menningarleg og lystug. Þátttakendur læra ýmislegt um smjör, komast að því hvernig það er framleitt og taka heim með sér afurðina.

Í lok vinnustofunnar býður Anaïs upp á gerjaða og kolsýrða drykki. Bragðað verður á smjörinu með sultum og sýrðu grænmeti, sem fyrirtækið Móðir Jörð í Vallanesi gefur, og með súrdeigsbrauði.

  • Þessi vinnustofa verður í boði í tilefni af hátíðinni Keimur. Hún er ætluð börnum (frá 6 ára) og fullorðnum. Börn undir 10 ára þurfa að koma með foreldri eða forráðamanni.
  • Vinnustofan fer fram á frönsku.
  • Ókeypis aðgangur. Vinsamlegast athugið að sætafjöldi er takmarkaður og að skráning er nauðsynleg.
SKRÁNING
Anaïs Hazo er listakona, hönnuður og rannsakandi. Verk hennar eru fjölþætt og snúast um næringu, náttúru og umhverfi. Í sköpun sinni notast hún við matvöru, gerjunaraðferðir, ljósmyndun, textaritun, útgáfu og fleiri fræðandi miðla. Hún sýnir þátttakendum með gagnvirkri upplifun það sem lifir, vex og nærir.