Föstudaginn 16. september verða liðin 80 ár frá því að franska rannsóknaskipið Pourquoi-Pas? fórst í aftakaveðri undan Mýrum í Borgarfirði árið 1936. Með skipinu fórust 40 manns, þeirra á meðal læknirinn og leiðangursstjórinn, Jean-Baptiste Charcot (1867-1936).
Franska sendiráðið og Alliance française í Reykjavík bjóða ykkur á forsýninguna á nýrri 90 mínútna heimildarmynd um Jean-Baptiste Charcot, sem fransk-þýska sjónvarpsstöðin Arte hefur látið gera : Une aventure polaire – Jean-Baptiste Charcot eftir Marc Jampolsky.
Forsýningin verður í Alliance française í Reykjavík í Tryggvagötu 8 fimmtudaginn 15. september kl. 20:00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Takmörkuð sæti.
Ath þó að myndin er á frönsku og ekki textuð.