Tónleikar og upplestur með Mathias Malzieu
Laugardaginn 1.febrúar kl. 20 í Mengi verður Mathias Malzieu með tónleika og upplestur sem eru opnir öllum og aðgangur ókeypis. Ekki missa af þessum einstaka viðburði!
Franski tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn, teiknimyndahöfundurinn og leikstjórinn Mathias Malzieu var gestur á frönsku kvikmyndahátíðinni. Hann er þekktastur fyrir að vera forsprakki og söngvari frönsku hljómsveitarinnar Dionysos en hefur einnig skrifað og teiknað fjölmargar bækur.
Mathias er enn staddur á Íslandi í boði Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur en hann hefur dvalið í þrjár vikur í Gröndalshúsi við skrif og svo í viku í húsi Skógræktarfélags Íslands við Úlfljótsvatn.
Á laugardagskvöldið verður einstök kvöldstund með Mathias Malzieu í Mengi sem gefur innsýn í það sem hann er að vinna að þessa dagana en einnig les hann brot úr tveimur af bókum sínum á ensku. Mathias mun syngja lög og deila sögum frá ævintýrum sínum á Íslandi.
Þessi viðburður er í boði í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík.
Frekari upplýsingar
Staðsetning: Mengi, Óðinsgötu 2, 101 Reykjavík
Opnunartímar: laugardagur 1. febrúar – húsið opnar kl. 19:30 / tónleikar byrja kl. 20
Léttvínsglas í boði sendiráðs Frakklands á Íslandi.