Bretónska félagið „Algue Voyageuse“ hefur aðsetur í skaganum Lézardrieux nálægt Paimpol.
Árið 2022 bauð félagið upp á ljósmyndasýningu sem var hönnuð til að vera sýnd utandyra til að kynna fyrir göngufólki ákveðna þörunga frá nærliggjandi ströndum. Meðlimir félagsins völdu 14 af algengustu rauð-, græn- og brúnþörungunum. Við völdum 9 tegundir sem eru til á Íslandi fyrir sýninguna á okkar vegum. Munuð þið kannast við þá? Vitið þið hvað þeir heita á bretónsku? Vitið þið hvernig þeir eru notaðir?
Kynnið ykkur leyndarmál þörunga á frönsku!
- Frá 28. ágúst til 20. september á opnunartíma Alliance Française
- Frekari upplýsingar um bretónska félagið: https://festivalgues.jimdo.com/