R YKJ V K, SNAPSHOTS

Ljósmynda- og textasýning eftir Philippe Guerry

  • Sýning í Alliance Française í Reykjavik 30. október – 8. nóvember 2019
  • Opnun miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 18 (léttvínsglas og snarl)

Ljósmynda- og textasýningin R YKJ V K, SNAPSHOTS eftir Philippe Guerry býður upp á sérstaka ferðahandbók sem sýnir frumlega lýsingu af íslensku höfuðborginni, þar sem hann var við gestadvöl í nóvember 2018. Á milli myndanna og textanna er leikur eða munur á milli raunveruleikans og skáldskapsins, á milli ferðalagsins og minningarinnar.

Textarnir verða sýndir bæði á frönsku og á íslensku (Rósa Elín Davíðsdóttir þýddi).

Sýningin R YKJ V K, SNAPSHOTS var frumsýnd síðastliðið vor í Centre Intermondes de La Rochelle og svo í Festival La Rochelle Cinéma í tilefni af dagskrá hátíðarinnar „ný íslensk kvikmyndagerð“.

Philippe Guerry skrifaði þessa texta í gestadvöl sinni í Reykjavík í nóvember 2018 með atbeina Centre Intermondes/Rochelle borgarinnar, Alliance Française í Reykjavík, sendiráðs Frakklands á Íslandi og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO.

Vinnustofan verður í boði í tilefni af þriðju bókahátíðinni.

 

Philippe Guerry býr og vinnur í La Rochelle. Hann skrifar stutta texta, smásögur og ljóð sem hann deilir á bloggi og sem eigin útgefandi „le Philippe Book Club“. Hann vinnur við ljósmyndaverkefni, stjórnar vinnustofum og sýnir verk sín.

http://bonheurportatif.tumblr.com
http://aupetitcommerce.tumblr.com
http://bondebarras.tumblr.com/