Skráið börnin ykkar í keppni á milli reikistjarna til að koma fram fyrir hönd jarðarinnar okkar!
Þessi vinnustofa hefur það markmið að láta börnin taka þátt í fjölfaglegu verkefni í eina viku. Markmiðið er að undirbúa sig að koma fram fyrir hönd jarðarinnar okkar í keppni á milli reikistjarna. Börnin þurfa að undirbúa á hverjum degi öll skref til þess að geta unnið keppnina: að byggja geimskip, að búa til geimbúning, að skippuleggja hvernig þau taka þátt í keppninni, að ákveða hver verður umboðsmaður hópsins, að undirbúa kynningu fyrir framan dómnefnd o.s.frv.
Öll börn fá smá vinning í lok vikunnar!
Markmið
- að undirbúa verkefni saman
- að búa til hluti og búninga samkvæmt ákveðnu þema
- að föndra: teikna, mála, sauma, líma o.s.frv.
- að þroska hugarheim sinn sérstaklega í kringum geiminn og reikistjörnurnar
- að nota og efla frönsku sína
Kennari: Madeleine Boucher
Kennsluefni innifalið.
Vinnustofan verður haldin innandyra og utandyra ef veður leyfir.
- Frá 6 ára.
- Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið.
- Stig A2 í frönsku nauðsynlegt