Origami / Kamishibai námskeið
Á milli pappírsbrotningar og japanskra sagna handleika börnin pappír um leið og þau þróa hlustunarskilning sinn og tjáningu á frönsku.
Dagsetningar og tímasetningar
Vinnustofur fara fram frá 9:00 til hádegis daglega.
Það stendur líka til boða að borða nesti milli hádegis og 13:00 og horfa svo á bíómynd eða fara út ef veðrið leyfir til 14:30.
Upplýsingar
-
- Aldur: 6 til 10 ára
- Lágmark og hámark þátttakenda : 4 til 8 þátttakendur
- Smá hressing verður í boði en börnin þurfa að koma með hádegisnesti ef þau borða í Alliance í hádeginu.
- Það er ekki skylda að kunna frönsku til að taka þátt. Markmiðið er að uppgötva tungumál í skemmtilegu umhverfi.