Substantial Community

Nina Fradet
  • Frá 14. til 21. mars 2019 á opnunartíma.
  • Opnun fimmtudaginn 14. mars kl. 18 (léttvínsglas og snarl)

60 andlitsmyndir úr vatnslitum, endurprentaðar og bróderaðar. 60 heillandi andlit í Japan og Íslandi yfir heilt ár. Með því að breyta rýminu í Alliance Française í Reykjavík tekst Substantial Community að leiða áhorfendur í allan sannleika um mennsku. Þessi mennska skiptist í mörg andlit og styður samskipti á milli menninga og tengsl á milli fólks sem deilir kunnáttu sinni. Öll verk eru til sölu.

Þessi viðburður verður í boði í tilefni af hátíð franskrar tungu 2019.

 

Nina Fradet er fjölhæf listakona sem lýsir menningu sem hún upplifir þegar hún ferðast. Hún mótar þessa menningu í gegnum list, handverk og hönnun. Hún útskrifaðist úr listanámi, BTS í hönnun og DMA í húsgagnasmíði í Boulle skólanum í París. Hún bætti kunnáttu sína hjá handverksmönnum þegar hún dvaldi í Japan. Hún vinnur nú á Íslandi þar sem hún sýnir verk sitt í Listastofunni og hönnunarstofunni MUN í tilefni af DesignMarch hátíðinni 2019 í Reykjavík.