Komdu í ótrúlegt ævintýri á frönsku!
Í þessari skemmtilegu vinnustofu munu börnin bregða sér í hlutverk og lifa sig inn í ævintýraheim þar sem þau þurfa að leysa gátur, vinna saman og spinna samtöl á frönsku. Með hlutverkaleiknum auka þau orðaforða sinn, bæta munnlega tjáningu og öðlast sjálfstraust – á meðan þau skemmta sér konunglega!
Hvort sem það er að kanna dularfullan kastala, leita að fallegum fjársjóði eða stöðva samsæri, þá eru börnin sögupersónurnar sem ráða ferðinni.
Hægt er að láta börnin koma með nesti, borða á staðnum og horfa á teiknimynd kl. 13-14:30 (valkvætt og frítt).
Markmið
-
- Styrkja frönskuna í skemmtilegu og lifandi umhverfi
- Þróa munnlega tjáningu og sköpunargleði
- Leika, ímynda sér og vinna saman í hóp
Upplýsingar
-
- Aldur: 8 til 12 ára
- Lágmark og hámark þátttakenda : 4 til 8 þátttakendur
- Smá hressing verður í boði en börnin þurfa að koma með hádegisnesti ef þau horfa á teiknimyndina kl. 13.
- Engin fyrri reynsla af hlutverkaleik er nauðsynleg – bara löngunin til að læra og skemmta sér!
- Það er ekki skylda að vera frönskumælandi til að taka þátt. Smiðjan fer fram á frönsku en hægt er að þýða handa börnunum sem kunna ekki frönsku.