Verið velkomin að spjalla á frönsku við glæpasagnahöfundinn Morgan Audic
Merkasta skáldsaga hans De bonnes raisons de mourir er glæpasaga sem gerist í Úkraínu í lok tíunda áratugarins í kringum Tsjernobyl útilokunarsvæðið. Bókin fjallar um myrka rannsókn á uppgötvun á líki sem hópur ferðamanna fannst, undir forystu tveggja lögreglumanna sem hafa ekki sama skoðun á málinu. Morðinginn skrifar undir glæpi sína með því að stoppa upp svölur.
Um rithöfundinn
Morgan Audic fæddist í Saint-Malo árið 1980 og eyddi æsku sinni í Cancale (í Bretagne – Vestur-Frakklandi). Hann hefur búið í Rennes síðan 2010, þar sem hann kennir sögu og landafræði í menntaskóla. Hann er höfundur þriggja spennusagna: Trop de morts au pays des merveilles (Le Rouergue, 2016), De bonnes raisons de mourir (Albin Michel, 2019) sem hlaut Le Livre de Poche Polar lesendaverðlaunin árið 2020 og Personne ne meurt à Longyearbyen (Albin Michel, 2023) sem hlaut lesendaverðlaunin á Quais du polar hátíðinni 2024. Honum er boðið til Reykjavíkur í tilefni af Iceland Noir hátíðinni.