Spjall á frönsku um Paul Gaimard og Íslandsferðir hans

Paul Gaimard (1793-1858) er gleymdur í Frakklandi, en ekki á Íslandi. Þar var nafn hans þekkt, því eitt frægasta ljóð Íslands, “Til herra Páls Gaimards” var ort honum til heiðurs af Jónasi Hallgrímssyni. Hins vegar vissu Íslendingar mjög lítið um hann þar til ævisaga hans kom út árið 2019.

Á þessu kvöldi munu Árni Snævarr og Jan Borm láta þátttakendur uppgötva betur leiðangrana hans sem gerði Paul Gaimard kleift að stoppa á Íslandi. Þetta skemmtilega spjall verður því áhugaverð leið til að læra meira um samskipti Frakklands og Íslands á 19. öld

    • Eftir spjallið verður hægt að spyrja frekari spurninga.
    • Léttvínsglas verður í boði.
    • Viðburðurinn verður á frönsku.
    • Lengd: 90 mín.
    • Ókeypis.
    • Hámarksfjöldi þátttakenda: 45

Árni Snævarr er fæddur 1962 og lauk BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í alþjóðastjórnmálum frá CERIS í Brussel. Hann starfaði um 20 ára skeið í fjölmiðlum hérlendis, meðal annars sem fréttamaður hjá RÚV í áratug og sem yfirmaður erlendra frétta á Stöð 2 og Bylgjunni. Hann hlaut Edduverðlaun sem fréttamaður ársins 2002.

Eftir að hafa gegnt starfi upplýsingafulltrúa og ritstjóra hjá ÖSE í Kosovo um eins árs skeið flutti Árni til Brussel og hefur verið yfirmaður upplýsingamála fyrir Norðurlönd hjá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar í borg síðan 2005. Árni hefur gert fjölda sjónvarpsþátta um fréttatengd málefni og heimildamyndir um fréttatengd og söguleg efni, auk þess sem hann skrifar sagnfræðirit.

Jan Borm est professeur de littérature britannique à l’Université de Versailles Saint Quentin en Yvelines. Pour les cinq prochaines années, il est titulaire de la chaire en Humanités Arctiques, destinée à impulser de nouvelles initiatives dans tous les domaines scientifiques en rapport avec l’Arctique. Spécialiste de la littérature de voyage et des représentations culturelles de l’Arctique, il a publié de nombreux articles en anglais, français et allemand dans des revues à comité de lecture comme Polar Record, Inter-Nord, Études mongoles et sibériennes, centrasiatiques et tibétaines et Studies in Travel Writing

  • jeudi 9 mars 2023 à 20h30
  • Alliance Française, Tryggvagötu 8, 2. hæð.