Sögustund á frönsku “Cétacé, dit la baleine”

Valérie Chosson líffræðingur við Hafrannóskastofnun kemur í heimsókn laugardaginn 29. júní til að halda kynningu um hvalina. Við notum tækifærið til að bjóða börnunum upp á sögustund miðvikudaginn 26. júní.

Komið og hlustið á Margot sem mun lesa sögur um stærsta spendýr jarðar sem oftast er falið fyrir okkur. Við skulum fara í leit að hvölunum í gegnum skemmtilegar sögur. Án efa munu börn heillast af leyndarmálum sem hvalirnir hafa upp á að bjóða.

Frekari upplýsingar

    • Sögustundin fer fram á frönsku
    • Ókeypis en skráning nauðsynleg. Allir velkomnir. Smá snarl í boði eftir sögustundina.

Staðsetning og tímasetningar

    • miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 16:30
    • Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík