Samræður og smökkun sígildra franskra smákaka: madeleine, financier, macaron.

Í tilefni af annarri bókahátíðinni og af hátíðinni Keimur 2018, býður Alliance Française í Reykjavík upp á samræður og smökkun sígildra franskra smákaka: madeleine, financier, macaron. Sendiráð Frakklands á Íslandi styður viðburðinn.

Mót og samræður í viðurvist Jacquy Pfeiffer, meistara í kökubakstri. Hann mun bjóða upp á smökkun þriggja sígildra franskra smákaka: madeleine, financier, macaron.

Jacquy Pfeiffer byrjaði að læra kökubakstur í Alsace héraðinu í Frakklandi. Þá vann hann hjá mörgum þekktum veitingahúsum, hótelum og stofnunum í Sádi-Arabíu, í Brúnei, í Hong Kong og í Bandaríkjunum. Árið 1995 stofnuðu Jacquy Pfeiffer og Sébastien Canonn skólann “French Pastry School” í Chicago. Skólinn býður upp á kennslu í frönskum bakstursaðferðum.

Þessi viðburður verður í boði í tilefni af hátiðinni Keimur 2018.

Í Alliance Française í Reykjavík laugardaginn 3. nóvember 2018m kl. 16-17.

Ókeypis. Takmörkuð sæti.

SKRÁNING NAUÐSYNLEG HÉR