Pub quiz spurningaleikur um menningu frönskumælandi þjóða og tónleikar í kjölfarið
- Miðvikudaginn 27. mars kl. 17:30 til 19:30 í Stúdentakjallaranum.
- Allir velkomnir (eitt léttvínsglas í boði).
Allt frá Tinna til Didier Drogba, komið og spreytið ykkur á spurningum um menningu frönskumælandi þjóða.
- Fyrsti vinningur: 6 flöskur af freyðivíni.
- Annar vinningur: 3 flöskur af freyðivíni.
- Þriðji vinningur: 1 flaska af freyðivíni.
Eftir spurningaleikinn heldur fjörið áfram með tónleikum og franskri tónlist við undirleik Sigrúnar Jónsdóttur (fiðla), Þóris Hermanns Óskarssonar (píanó), Christians Öhbergs (slagverk), Tabits Lakhdars (oud lúta).