Naomi Maury býður upp á að sýna börnum hvernig á að prjóna dýr með því að nota litla snúruprjónamyllu laugardaginn 26. september kl. 14-16 í Alliance Française í Reykjavík.

Fyrst ákveða börnin hvaða dýr á að búa til. Og svo býr hvert barn til eigin snúruprjónamyllu. Börnin nota ull til að prjóna dýrin sín.

    • Þessi skapandi vinnustofa á frönsku er ætluð börnum frá 8 til 11 ára.
    • Hún tekur 2 klst.
    • Það þarf að minnsta kosti fjögur börn til að geta haldið vinnustofunni
    • Hámark: 10 þátttakendur

Þessi vinnustofa er ókeypis og er í boði með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi í tilefni af listadvöl Naomi Maury hjá SÍM, í samstarfi við Nýlo og með atbeina Institut Français.

SKRÁNING
Naomi Maury var í gestadvöl í ADERA Decines í Lyon frá 2015 til 2018. Hún fór í aðra listavöl í þrjá mánuði í Tælandi í 2019 með atbeina Institut Français og sendiráðs Frakklands. Í kjölfar þessarar listadvalar. Naomi Maury hélt sýningu „état temporaire : mutagenèse“ í DOC og í La Villa Radet í La Cité Internationale des Arts með Damien Fragnon fyrir Artagon live í París. Hún hélt líka sýningu í „La Biennale“ í Lyon árið 2019. Hún er nú í listadvöl í Reykjavík í einn mánuð. Hún býr og vinnur á milli Lyon og Sète.