Pas perdus
Sur le passage de Guy Debord à travers une assez courte unité de temps.
Pas perdus er lestur, vörpun ljósmynda og tónleikar eftir Jean Yves Cousseau og Isabelle Olivier úr ljósmyndabók og bókmenntaverki.
Jean Yves Cousseau glataði listanum en fann hann svo aftur í bókinni „Correspondances“ sem var gefinn út eftir andlát Guy Debord. Hann ákvað þá að gefa út aðra bók með þeim myndum. Þessi bók sýnir sjónarmið Guy Debord yfir 30 ára tímabil sem er „frekar stutt tímaeining“ til heiðurs Guy Debord sem gat tengt saman langtíma bókmenntir og skammtíma ljósmyndir.
Jean Yves Cousseau les 8 útdrætti úr þessari bók ásamt vörpun ljósmyndanna. Isabelle Olivier spilar á hörpu á meðan lesturinn stendur.
Jean Yves Cousseau er ljósmyndari. Hann hefur gefið út fjölmargar bækur og haldið margar sýningar í listasöfnum og menningarstofnunum.
Isabelle Olivier er hörpuleikari, tónskáld og tónlistakona. Hún hefur búið til tónlist fyrir bíómyndir og unnið með ýmsum tónlistarmönnum.
Guy Debord fæddist árið 1931 í París. Hann var rithöfundur, leikstjóri og hugmyndafræðingur hugtaksins „spectacle“ sem hann lýsti í bókinni sinni „La Société du spectacle“. Hann var stofnaði og stýrði „L’Internationale lettriste“ frá 1952 til 1957 og „L’Internationale situationniste“ frá 1957 til 1972.
Frekari upplýsingar á frönsku: https://fr.wikipedia.org/wiki/Guy_Debord
Með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi.