Örtónleikar og kynning með Sergueï Spoutnik
Alliance Française býður upp á skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, Tónlistarborgin Reykjavík, Mengi, Iceland Music (Útón) og Trempo.
Sergei Spútnik er tónlistarmaðurinn frá Le Mans sem valinn var til að dvelja í Reykjavík frá 27. október til og með 16. nóvember og mun taka þátt í Iceland Airwaves.
Komið í Alliance fyrir örtónleika og kynningu á frönsku. Hann mun flytja 2 eða 3 verk af efnisskrá sinni og mun síðan kynna bakgrunn sinn, hljóðfæri (hljóðgervil) og vinnubrögð. Hann mun einnig svara spurningum þátttakenda.
-
- Léttvínsglas verður í boði.
- Viðburðurinn verður á frönsku.
- Fyrir börn frá 6 ára og fullorðna.
- Ókeypis.
Damien Lecoq semur tónlist og myndlist undir listamannsnafninu Serguei Spoutnik. Hann var áður meðlimur stærðfræðirokks-dúettsins QDRPD og hefur doktorsgráðu í hljóðeðlisfræði (e. acoustics). Tónlist Serguei Spoutnik myndar heim sem inniheldur djúpa og marglaga hljóðgervla, melódískar melankólíur og talað mál.