Anaïs Brunet er rithöfundir og myndskreytir barnabækur. Hún verður hér á Íslandi í byrjun október í tilefni að Mýrin barnabókmenntahátíðinni og sýningunni „Le Grand Poulpe“ í Alliance Française.

Hún býður börnum á aldrinum 3 til 8 ára að uppgötva heim bókarinnar „Le Grand Poulpe“ í gegnum fringramálun. Það eina sem er eftir er að láta börnin gefa sköpunargáfu sinni lausan tauminn!

Þessi vinnustofa er í boði Alliance Français og sendiráðs Frakklands á Íslandi.

    • Vinnustofa ætluð börnum frá 3 til 8 ára.
    • miðvikudaginn 11. október 2023 kl. 16:30-17:30
    • Það er ekki skylda að kunna frönsku til að taka þátt. Markmiðið er að uppgötva tungumál í skemmtilegu umhverfi.
    • Ókeypis (bara 12 sæti í boði).

Eftir að hafa lagt stund á arkitektúr, gaf Anais Brunet út sína fyrstu bók árið 2017: Belle Maison pour Sarbacane. Í dag starfar hún fyrir helstu útgefendur Frakklands: l’Ecole des Loisirs, Albin Michel, Didier Jeunesse, MeMo, Hélium. Hún skrifar og myndlýsir bækur sínar, notar gouache til að framkalla fínlegar, líflegar, ríkulegar myndir. Hún býr í París, þar sem hún kennir einnig hönnun við listaskóla. Bækur hennar hafa hlotið verðlaun og athygli fjölmiðla.

Le Grand Poulpe er saga um stóran kolkrabba sem hefur alls átta ólíka persónuleika.