Marokkóskt kvöld í tilefni af útgáfu bókarinnar „Í landi annarra“ eftir Leïla Slimani
-
- Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík
- Dagsetning og tímasetning: miðvikudagur 26. maí, kl. 20:30
- Marokkóskt þema: kökur, te og tónlist
- Ókeypis viðburður / Allir velkomnir / Skráning nauðsynleg
Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2021, í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi og Forlagið bjóða Alliance Française í Reykjavík og félag kvenna frá Marokkó á Íslandi upp á marokkóskt kvöld í tilefni af útgáfu bókarinnar „Í landi annarra“ eftir Leïla Slimani sem Friðrik Rafnsson þýddi á íslensku.
-
- Fulltrúi Forlagsins og Friðrik Rafnsson kynna bókina, tala um þýðingarverkið á íslensku og lesa upp úr bókinni á íslensku og á frönsku. Að lokinni kynningu verður hægt að spyrja spurningar á íslensku, frönsku og ensku.
- Félag kvenna frá Marokkó á Íslandi býður upp á marokkóskt te og marokkóskar kökur.
- Thabit, tónlistarmaður, spilar „oud“ lútu.
„Í landi annarra“ er síðasta bók eftir Leïla Slimani. Hún hlaut Goncourt verðlaunin 2016 fyrir bókina „Barnagæslu“.
Vegna mögulegra sóttvarnarreglna gæti verið takmarkað pláss á viðburðinn á staðnum. Vinsamlega skráið ykkur fyrirfram fyrir neðan.