Lotunámskeið A1.2
Þetta námskeið býður upp á 12 klst. frönskukennslu í 6 skipti til þess að rifja upp og bæta frönskukunnáttu sína á skömmum tíma.
Á þessu lotunámskeiði verður farið yfir grunnatriði franskrar tungu í gegnum skemmtileg verkefni sem hvetja þátttakendur til að tjá sig munnlega.
Í lok þessa námskeiðs verður maður tilbúinn til að fara í námskeiðið A1.3 sem verður í boði næsta haust.
ATH. Þetta námskeið er ekki ætlað þeim sem hafa aldrei lært frönsku áður.
Markmið
- bæta frönskukunnáttu sína á stuttum tíma
- bæta sig í talmáli
- kynna sig og tala um vinnuna sína
- tala um áhugamál, ferðalög
- tala um mat
- tala um ætlanir í nálægri framtíð
- tala um föt
- tala um staði og vísa til vegar
- smá kynning á samsettri þátíð
Kennsluefni
- Við biðjum nemendurna að koma með skriffæri.
Styrkir til náms og greisðlur
Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.
Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.