Lotunámskeið - Franska í eina viku

Þetta námskeið býður upp á 10 klst. frönskukennslu í eina viku til þess að bæta frönsku kunnáttu á skömmum tíma.

Nemendur læra í 2. klst á hverjum degi, umkringdir frönsku í Alliance Francaise í Reykjavík. Þetta lotunámskeið er ætlað þeim sem vilja rifja upp og efla frönsku kunnáttu sína hratt. Föstudaginn verður boðið upp á léttvínsglas til þess að fagna lok vikunnar.

Lágmarksstig námskeiðsins er A2 (millistig). Stöðupróf.

Markmið

  • að bæta frönsku kunnáttu mjög hratt
  • að læra hratt með því að vera umkringdir frönsku

STAÐNÁM MEÐ FJARKENNSKU Í BEINNI ÚTSENDINGU

Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Ertu í sóttkví? Er óveður? Viltu frekar læra heima? Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni. Frekari upplýsingar hér.

Kennsluefni

  • Við biðjum nemendurna að koma með skriffæri.

Styrkir til náms og greisðlur

Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.

Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.

  • DAGSETNING: frá 27. til og með 31. mars 2023
  • TÍMASETNING: kl. 18:15-20:15 alla daga vikunnar
  • VERÐ: 23.100 kr.