Listin talar tungum - leiðsögn á frönsku í Ásmundarsafni

Florence Courtois, Erasmus starfsnemi í menningarstjórnun, verður með leiðsögn á frönsku um sýninguna Hendi næst í Ásmundarsafni við Sigtún sunnudaginn 26. maí kl. 13.00

Á sýningunni Hendi næst mætast verk Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og tíu samtímalistamanna sem skapa myndverk með eigin höndum og nýta rótgrónar handverkshefðir við listsköpun sína.

Sýningin endurspeglar vaxandi áhuga samtímalistamanna sem og áhorfenda á handverki en jafnframt verður horft til baka til þess að gera grein fyrir því hvernig arfleifð Ásmundar Sveinssonar endurómar í framúrstefnulegri tjáningu samtímans.

Viðburðurinn er í samstarfi við Alliance Française.

Aðgangur er ókeypis

  • sunnudaginn 26. maí 2024
  • kl. 13
  • Ásmundarsafni við Sigtún