Komdu og taktu þátt í skemmtilegri og skapandi smiðju þar sem við búum til skordýr úr endurunnum plast- og pappírsefnum! Þetta er einstakt tækifæri til að æfa frönsku á meðan við þjálfum ímyndunaraflið og lærum um umhverfisvernd.
Þátttakendur munu útbúa skordýrin með listakonunni Estelle Pollaert.
Hægt er að láta börnin koma með nesti, borða á staðnum og horfa á teiknimynd kl. 13-14:30 (valkvætt og frítt).
Markmið
- Hvetja börnin til að endurvinna efni.
- Þrívíddargerð hluta.
- Notkun vísindalegs orðaforða á frönsku.
Upplýsingar
-
- Aldur: 7 til 13 ára
- Lágmark og hámark þátttakenda : 4 til 8 þátttakendur
- Smá hressing verður í boði en börnin þurfa að koma með hádegisnesti ef þau horfa á teiknimyndina kl. 13.
- Það er ekki skylda að vera frönskumælandi til að taka þátt. Smiðjan fer fram á frönsku en hægt er að þýða handa börnunum sem kunna ekki frönsku.