La maternelle 1 er ætlað börnum frá 3 ára til 4 ára aldurs. Það er stig til þess að þroska talmál.

Þetta námskeið hefur það markmið að efla og að auðga frönsku í talmáli með því að bjóða upp á skemmtileg verkefni og æfingar fyrir ung börn: tónlist, leikir, sögur o.s.frv. Börnin læra nýjan orðaforða og formgerð tungumálsins á meðan þau leika sér með því að gera skemmtileg og þroskandi verkefni ásamt skemmtilegum þemum fyrir ung börn: sögustundir, listir, náttúra, dýralíf, líkami o.s.frv.

    • Lengd tímanna: 60 mín í hverri viku (32 vikur á skólaárinu 2022-2023).
    • Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 8 nemendur.
    • Viðurvist forráðamanns nauðsynleg í bókasafninu á meðan kennslan stendur.
    • Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annanna.

Skóladagatal

212_4.2_skoladagatal-2022-2023_grunnur
  • DAGSETNING: frá 7. september 2022 til 24. maí 2023
  • TÍMASETNING: miðvikudaga kl. 17-18
  • VERÐ: 64.000 kr. (61.000 kr. fyrir 21. ágúst 2022)
    3.000 kr. afsláttur af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina. Þetta tilboð er ætlað börnum og unglingum.

craysonsenfants

Af hverju franska?

Vídeó, Röksemd
testenfant

Stöðupróf

Hvernig á að skrá sig?
biblioenfant

Gerast félagi

Bókasafn, Culturethèque
delfenfants

Próf

DELF-DALF, TCF
conditions-generales-vente-prestations-services-1024x341

Skilmálar

Almennir skilmálar