Kynning á rafrænu orðabókinni Lexíu

Rósa Elín Davíðsdóttir
  • Fimmtudaginn 4. apríl kl. 18:30
  • Allir velkomnir
Þessi kynning er haldin í tilefni af hátíð franskrar tungu 2019.

LEXÍA
íslensk-frönsk orðabók
kynning

Gerð íslensk-franskrar veforðabókar, LEXÍU, er verkefni á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í nánu samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Vinnan við orðabókina hófst í árslok 2015 og er nú komið að lokasprettinum þar sem orðabókin verður opnuð í lok árs. LEXÍA verður á netinu í ókeypis aðgangi og bætir úr brýnni þörf þar sem eina íslensk-franska orðabókin sem til er kom út árið 1950 en það var Gerard Boots, prestur við kaþólsku kirkjuna á Íslandi, sem tók þá bók saman.

Ritstjóri og verkefnisstjóri LEXÍU, Rósa Elín Davíðsdóttir, kemur og talar um orðabókina og gefur nokkur sýnishorn úr henni ásamt því að spjalla almennt um þær áskoranir sem fylgja því að þýða á milli íslensku og frönsku.

Þetta er kynning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskri og/eða franskri tungu!