Sendiráðið Kanada á Íslandi býður upp á Kanadakvöldið sunnudaginn 17. febrúar kl. 16 í Háskólabíói.

  • Sýning bíómyndarinnar „Fall Bandaríkjaveldis“
  • Spurningar og svör í viðurvist Pierre Curzi.

Pierre Curzi ræðir við áhorfendur og svarar spurningum í lok sýningar. Í framhaldinu verður boðið upp á léttar veitingar.

Ókeypis aðgangur í boði sendiráðs Kanada á Íslandi.

Fall Bandaríkjaveldis

Mynd frá Kanada / Spennumynd/Glæpamynd / Enskur texti

Lengd: 129 mín

Leikstjórn: Denys Arcand

 

Sendibílstjóri kemur óvart þar sem verið er að fremja rán og nær tveimur peningapokum sem hann felur í bílnum. Hann verður að finna leið til að losna við þetta illa fengna fé og reiða sig við það á vændiskonu og gamlan félaga í mótorhjólagengi sem er nýsloppinn úr fangelsi.

„Ósvikin Arcandmynd, hugvitssamleg, neistandi og hressileg blanda með hugleiðingum um greind, heiðarleika, hluttekningu, þjóðfélagið sem við búum í og mátt ástarinnar.“ (Journal de Montréal).

Þessi mynd er á vegum kanadíska sendiráðsins á Íslandi.

TIL BAKA