Greifinn af Monte Cristo
eftir Matthieu Delaporte, Alexandre de La Patellière
Tegund: Adventure, History, Action, Drama, Romance, Thriller
Tungumál: Franska með íslenskum texta
2024, 178 mín.
Aðalhlutverk: Bastien Bouillon, Pierre Niney, Anaïs Demoustier
Eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í fjórtán ár ranglega sakaður um landráð, tekst Edmond Dantès að flýja. Nú snýr hann aftur, undir heitinu greifinn af Monte Cristo, með eitt markmið í huga – að hefna fyrir óréttlætið.
Greifinn af Monte Cristo er byggð á sígildri skáldsögu Alexandre Dumas eldri, en sagan er einnig innblásin af sönnum atburðum úr lífi skósmiðsins Pierre Picaud. Spáný kvikmynd sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er lofuð fyrir kraftmikla frásögn og stórbrotinn leik.
Myndin er sýnd með frönsku tali og íslenskum texta – ekki láta hana fram hjá þér fara!