Fundur félagsins foreldra frönskumælandi barna og Galette des rois

Kynning á félagi foreldra frönskumælandi barna og boð í konungaköku (Galette des rois)

Félag foreldra frönskumælandi barna (FLAM) var stofnað árið 2011 og gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu frönskunámskeiða fyrir frönskumælandi börn í Reykjavík. Í upphafi bauð félagið upp á afslætti á frönskunámskeiðunum. Félagið sá líka um áskriftir að L’École des loisirs. Undanfarin tvö ár hefur starfsemi félagsins minnkað vegna heimsfaraldursins en nú getur hún byrjað aftur!

Við hvetjum ykkur til að koma og hitta félaga félagsins í kringum konungakökusneið til að kynnast starfsemi félagsins og þeim nýju áskorunum sem bíða þess.

Undanfarnir mánuðir hafa önnur félög fengið styrk frá Reykjavíkurborg til að viðhalda tengslum erlendra eða tvíþjóða barna við móðurmálið sitt. Nú er kominn tíminn til að safna kröftum til að halda rétti barna til að vera fjöltyngd!

    • Aldur þátttakenda: börn og foreldrar
    • Hámarksfjöldi þátttakenda: 40
    • Dagsetning: laugardaginn 6. janúar kl. 13.
    • Verð: ókeypis

Konungakaka og drykkir í boði Alliance Française de Reykjavík, félags foreldra frönskumælandi barna og Marion Herrera.

Vinsamlega skráið ykkur fyrir neðan til þess að geta tryggt konungaköku fyrir alla.