Frönskunámskeiðin eru skipulögð samkvæmt hinum sex stigum CECRL (Evrópski viðmiðunarramminn fyrir tungumálakunnáttu), frá byrjendastigi (A1) upp á efsta stig (C2). Þau gera nemendum kleift að öðlast, rifja upp og festa í sessi hin fjögur hæfnistig tungumálsins: Ritun og lesskilning, munnlega tjáningu og skilning á töluðu máli. Kennsluaðferðirnar gera ráð fyrir virkni og þátttöku og eru fjölbreyttar. Tvenns konar fyrirkomulag er í boði: tvisvar sinnum 2 klukkustundir í viku eða einu sinni 2 klukkustundir í viku.
Til að skrá sig, smella á það stig sem óskað er eftir.
Byrjendur skulu skrá sig á stig A1.1.
Nemendur sem hafa einhverja kunnáttu í frönsku taka stöðupróf í frönsku og í framhaldi skrá sig á það stig sem mælt er með.