Flíkur úr þangi og sjálbærni - Tanguy Mélinand - Kynning

Tanguy Mélinand er ungur bretónskur fatahönnuður. Hann er staddur í Reykjavík þessa daga sem gestur af Hönnunarmars, og hefur fengið einkaleyfi á tækni til að gefa þangi áferð sem líkist leðri.

Í samstarfi við franska sendiráðið á Íslandi og Seaweedworks býður Alliance Française í Reykjavík honum að segja frá verkefni sínu að búa til föt úr þangi. Kynningin mun hefjast á stuttu myndbandi og svo mun Tanguy kynna hvað sjálfbærni er. Hann mun útskýra hvernig þörungar geta gegnt hlutverki í baráttunni fyrir sjálfbærni. Eftir kynninguna mun standa til boða að skoða og snerta alvöru þang. Tanguy mun einnig kynna einn af flíkunum sínum.

Frekari upplýsingar

    • Allir velkomnir en skráning nauðsynleg
    • Kynningin fer fram á frönsku
    • Eftir kynninguna verður boðið upp á smá snarl.
    • Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8.
    • laugardaginn 29. apríl 2023 kl. 14:30