Kynning á frönskum ostum á frönsku og smökkun – Haustönn 2022 – föstudaga kl. 9:30-12:00

Komdu í hverri viku til að smakka franskan ost og uppgötva svæðið sem hann kemur frá. Í hverri vinnustofu verður fjallað um eitt svæði í Frakklandi. Það verður boðið upp á kynningu á minnisvörðum, merkilegum einstaklingum, sögu og svæðislýsingu. Markmiðið er að uppgötva og smakka ostinn sem er tengdur svæðinu. Osturinn verður borinn fram með…

Opið hús – Kynning á frönskunámskeiðum fyrir börn laugardaginn 3. september kl. 9:00-12:30

Komið í Alliance Française með fjölskyldu til að hitta kennarana og uppgötva okkar bókasafn og kennslustofur! Í tilefni dagsins verður hægt að taka þátt í stuttum prufunámskeiðum til þess að fá betri hugmynd um okkar kennslufræði. Hægt verður líka að fá frekari upplýsingar um okkar félagskort og fríðindi sem bjóðast meðlimum. Þau sem vilja skrá…

Opið hús – Kynning á frönskunámskeiðum fyrir fullorðna miðvikudaginn 31. ágúst 2022 kl. 17-20

Komdu í Alliance Française til að hitta kennarana og uppgötva okkar bókasafn og kennslustofur! Í tilefni dagsins verður hægt að taka þátt í stuttum prufunámskeiði til þess að fá betri hugmynd um okkar kennslufræði. Hægt verður líka að fá frekari upplýsingar um okkar félagskort og fríðindi sem bjóðast meðlimum. Þau sem vilja skrá sig á…

Þjóðhátíðardagur Québec – Fordrykkur í tónlist föstudaginn 24. júní kl. 19:00-20:30

Komdu og fagnaðu Saint-Jean Baptiste með tónlist í Alliance Française í Reykjavík kl. 19-20:30! Í tilefni af þjóðhátíðardegi Québec mun Alliance Française, í samstarfi við sendiráð Kanada á Íslandi, bjóða upp á fordrykk í tónlist með léttvíni og osti. Komdu að söngla eða uppgötva vinsæl dægurlög frá Québec í afslöppuðu andrúmslofti. Skráning er nauðsynleg svo…

DELF-DALF fyrir allan almenning frá 25. til og með 29. apríl 2022

Alliance Française í Reykjavík býður upp á DELF-DALF prófið fyrir allan almenning frá 25. til og með 29. apríl 2022. Skráning fyrir 22. apríl í síðasta lagi. Vottorðin eru alþjóðleg, renna ekki út og eru viðurkennd af Menntamálaráðuneyti Frakklands. Prófin eru stöðluð og vottuð af France Éducation International. Prófdæmi DELF-DALF fyrir fullorðna hér. Ráðgjöf – alliance@af.is Stöðupróf…

Sumarfrístund á frönsku „lego út í geim“ frá 11. til og með 15. júlí, kl. 13-17

Skráningu lýkur 27. júní Í þessari vinnustofu bjóðum við litlu geimförunum ykkar að kanna geiminn. Á hverjum degi munu börnin takast á við mismunandi viðfangsefni: reikistjörnur sólkerfisins, stjörnurnar, fylgihnettina og geimferðir. Síðan safna börnin þekkingu sinni til að smíða sitt eigið lego geimlíkan. Síðasta dag vinnustofunnar fara börnin með foreldrum sínum í ferðalag milli stjarna…

Sumarfrístund á frönsku „list úr náttúrulegum efnivið“ frá 4. til og með 8. júlí, kl. 13-17

Skráningu lýkur 20. júní Á þessari vinnustofu búa börnin til list í opinberu rými úr náttúrulegum efnivið. Þátttakendur finna líka efnivið í ferðum í lystigarði, við sjóinn og í skógi til þess að geta líka búið til samklipp, grasasafn og ýmis listaverk í Alliance Française. Síðasta daginn verður boðið upp á rafræna listasýningu fyrir foreldra.…

Sumarfrístund á frönsku „Kamishibaï“ frá 27. júní til og með 1. júlí, kl. 13-17

Skráningu lýkur 13. júní Þessi sumarfrístund býður upp á að uppgötva Kamishibaï sem er lítið japanskt leikhús/svið úr pappír eða kartoni. Börnin uppgötva sögu þessar listar, búa til sögu og sviðsmyndir. Í lok frístundarinnar flytja börnin söguna með því að nota Kamishibaï sviðið. Markmið að uppgötva Kamishibaï list að uppgötva ólíka menningarheima að læra nýjar…

Sumarfrístund á frönsku „tertugerð“ frá 20. til og með 24. júní, kl. 13-17

Skráningu lokið Þessi vinnustofa í tertugerð á frönsku er ætluð börnum sem hafa áhuga á matargerð. Á hverjum degi uppgötva þátttakendur eina uppskrift af sætri eða saltri tertu. Börnin uppgötva ávexti og grænmeti sem ræktuð eru í ýmsum svæðum í Frakklandi. Síðasta daginn velja börnin uppáhalds uppskrift sína og bjóða foreldrum sínum að smakka. Markmið…