Tónlistarstund á frönsku fyrir yngstu börnin (0 til 5 ára) – sunnudaginn 16. febrúar 2025 kl. 11:30-12:00

Alliance Française býður upp á mánaðarlega tónlistarstund á frönsku fyrir yngstu börnin (frá 0 til 5 ára) á bókasöfnum okkar í Grófinni, Árbær og Úlfarsárdal. Viltu að börnin þín uppgötvi vinsælustu lögin í Frakklandi? Antoine syngur hefðbundnar barnavísur sem og vinsæl lög og leikur undir á gítar. Börnin mega leika undir á hljóðfæri hjá Antoine ef þau…

Tónleikar og upplestur með Mathias Malzieu laugardaginn 1. febrúar 2025 kl. 20

Tónleikar og upplestur með Mathias Malzieu Laugardaginn 1.febrúar kl. 20 í Mengi verður Mathias Malzieu með tónleika og upplestur sem eru opnir öllum og aðgangur ókeypis. Ekki missa af þessum einstaka viðburði! Franski tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn, teiknimyndahöfundurinn og leikstjórinn Mathias Malzieu var gestur á frönsku kvikmyndahátíðinni. Hann er þekktastur fyrir að vera forsprakki og söngvari frönsku…

„extra tilfinning“ eftir Claire Paugam – Einkasýning – 1. febrúar til og með 1. júní 2025

„extra tilfinning“ eftir Claire Paugam – Einkasýning extra tilfinning, einkasýning Claire Paugam, leikur sér með ímynd ljósmynda sem fullkomin birtingarmynd raunveruleikans. Með því að breyta myndunum bæði líkamlega og stafrænt, taka ljósmyndir hennar á sig ljóðræna vídd, spegilmynd af aukatilfinningunn (sentiment extra) sem hún finnur við myndatöku. extra nálægt er staðbundin innsetning búin til fyrir anddyri…

Kanadíska kvöldið – RU sunnudaginn 26. janúar 2025 kl. 19

Franska Kvikmyndahátíðin í samstarfi við Kanadíska sendiráðið á Íslandi stendur fyrir kanadísku kvöldi þar sem þess áhrifaríka saga sem minnir á styrk og seiglu þeirra sem leita nýrrar vonar í fjarlægum löndum er sögð í kvikmyndinni RU. Eftir hættulega sjóferð og dvöl í flóttamannabúðum í Malasíu fær unga víetnamska stúlkan Tinh og fjölskylda hennar hæli…

Kvöldstund með Noémie Merlant – The Balconettes laugardaginn 25. janúar 2025 kl. 18:30

Frumsýning á The Balconettes með Noémie Merlant viðstaddri, þar sem boðið verður upp á spjall í viðburðarröðinni ‘Kvöldstund með’, eftir sýninguna inn í salnum. Þegar hitabylgja skellur á í hverfinu Marseille byrja þrjár stúlkur að daðra við nágranna sinn af svölunum. Úr verður að þau ákveða að fá sér drykk saman heima hjá honum seint…

Sýning á vali menntaskólanema – All your faces laugardaginn 25. janúar 2025 kl. 16:30

Val menntaskólanema á franskri kvikmynd var að þessu sinni Je verrai toujours vos visages (All your Faces). Fórnarlömb ofbeldisglæpa og gerendur hittast í meðferðarhópi til að eiga samtal og læknast af áföllum sínum. Jack fæddist árið 1874 í Skotlandi á kaldasta degi ársins. Vegna þessa fimbulkulda hætti hjarta hans að slá. Ljósmóðirin í Edinborg bjargar…

Kvöldstund með Mathias Malzieu – Jack and the Cuckoo-Clock Heart miðvikudaginn 22. janúar 2025 kl. 19

Ein einstök sýning á þessari mögnuðu mynd þar Mathias Malzieu höfundur og leikstjóri myndarinnar verður viðstaddur en hann sá einnig um gerð tónlistarinnar í myndinni. Logi Hilmarsson mun stýra ‘Kvöldstund með’ Mathias að lokinni sýningu myndarinnar Jack et la mécanique du coeur. Jack fæddist árið 1874 í Skotlandi á kaldasta degi ársins. Vegna þessa fimbulkulda…

Fjölskyldusýning – Nína og leyndarmál broddgaltarins laugardaginn 18. janúar 2025 kl. 14:30

Fjölskyldusýning á þessari fallegu teiknimynd. Eftir sýningu býður franska sendiráðið börnum upp á léttar veitingar. Myndin er sýnd með íslenskum texta sem nemendur í frönskum fræðum við Háskóla Íslands þýddu úr frönsku. Líf Nínu gjörbreytist þegar faðir hennar missir vinnuna í kjölfar fjárdráttar verkstjóra verksmiðjunnar sem hann vinnur hjá. En Nína gefst ekki upp og…

Sýning, matur og léttvín – Daaaaaalí! föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 19

Frumsýning á Daaaaaali! – boðið upp á smakk á frönskum matvörum og léttvíni frá Très Très Bon Í þessari skrautlegu og skemmtilegu kvikmynd úr smiðju Quentin Dupieux (Deerskin, Yannick) hittir franskur blaðamaður hinn goðsagnakennda súrrealista Salvador Dalí í tengslum við heimildarmynd sem aldrei varð að veruleika. Kvikmyndin er einstakur óður til Dalí, þar sem brjálaðar…

Ru – Charles-Olivier Michaud

Ru eftir Charles-Olivier Michaud Handrit: Kim Thúy, Jacques Davidts Tegund: Drama Tungumál: Franska með enskum texta 2023, 120 mín. Aðalhlutverk: Chloé Djandji, Chantal Thuy, Jean Bui, Olivier Dinh Eftir hættulega sjóferð og dvöl í flóttamannabúðum í Malasíu fær unga víetnamska stúlkan Tinh og fjölskylda hennar hæli í Kanada. En fyrir Tinh reynist aðlögunin ekki auðveld,…