Frönskunámskeið fyrir frönskumælandi börn 2.1 (6 til 7 ára) – laugardaga kl. 9:00-10:15

Námskeið 1 í Cycle 2 eflir kunnáttu í talmáli og býður nemendum upp á að læra að skrifa og lesa á frönsku. Þetta stig er inngangur að skrift og lestri í frönsku. Kennarinn hjálpar nemendunum með því að stýra og aðstoða við hreyfingu fyrstu skriftar. Nemendurnir læra að endurskrifa og muna orð, síðan stutta texta.…

Vinnustofa í matargerð á frönsku fyrir börn (5-8 ára) – Vorönn 2023 – föstudaga kl. 16:00-17:30

Í þessari vinnustofu uppgötva þátttakendur einfaldar uppskriftir í hverri viku. Þeir elda og bæta kunnáttu sína í frönsku. Þeir bæta meðal annars: orðaforða (nafn á áhöld og hráefni) þekkingu á setningagerð (hvernig á að telja, nota deiligreinar og boðhátt) þekkingu á menningu (hvaðan koma uppskriftirnar, hvaða hefðir eru tengdir þeim) Í lok hvers tíma koma…

Vinnustofa litla prinsins: skreytum bréf og umslag saman fyrir 9 til 12 ára börn, laugardaginn 26. mars kl. 14:30-16:00

Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2022 bjóða Alliance Française upp á vinnustofuna „Skreytum bréf og umslag saman“ í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi. Í lok sögunnar, sögumaður Litla prinsins skrifar um nýja vin sinn: “Og verið þá væn! Látið mig ekki vera svona sorgbitinn: skrifið mér fljótt að hann sé kominn aftur…”. Við…

Vinnustofa litla prinsins: föndraðu kind fyrir mig fyrir 6 til 9 ára börn, laugardaginn 26. mars kl. 14:30-15:30

Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2022 bjóða Alliance Française upp á vinnustofuna „föndraðu kind fyrir mig“ í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi. Hver hefur aldrei lesið setninguna „Teiknaðu kind fyrir mig” í bókinni “Litli prinsinn“? Sýningin „Litli prinsinn: saga um vináttu“ í Alliance Française stendur til 26. mars. Af þessu tilefni býður Séverine…

Sumarnámskeið í frönsku fyrir 1 til 3 ára börn á laugardögum, kl. 9-10

Þetta námskeið hefur það markmið á að láta börnin uppgötva frönsku með því að bjóða upp á skemmtileg verkefni og æfingar fyrir ungabörn: tónlist, leikir, sögur o.s.frv. Börnin læra nýjan orðaforða og formgerð tungumálsins á meðan þau leika sér með því að bjóða upp á skemmtileg og þroskandi verkefni ásamt skemmtilegum þemum fyrir ungabörn: sögustundir,…

Sumarnámskeið í frönsku fyrir 3 til 5 ára börn á laugardögum, kl. 10:15-11:45

Í sumar verða frönskutímar Maternelle aðeins lengri. Þessi framlenging gefur tækifærið til að halda áfram námið sem var tekið í skólaárinu, og njóta föndurs og skemmtilegra verkefna á sama tíma. Markmið tímana er að efla orðaforðann og þróa börnin málvísindalega. Hópnum verður skipt í tvennt samkvæmt aldri barna ef hægt verður að skrá nóg af…

Sumarfrístund á frönsku „skuggabrúðuleiklist “ frá 21. júní til og með 2. júlí, kl. 13-17 (tvær vikur)

Í byrjun vinnustofunnar uppgötva börnin dæmi um skuggabrúðuleiklist. Eftir hafa fengið innblástur úr þessum dæmum búa þau til sögu og skapa þeirra eigin persónur. Síðan, búa börnin til svið og skuggabrúður sem þau nota fyrir sýninguna sem verður sýnd foreldrunum síðasta daginn. Markmið að uppgötva skuggabrúðuleiklist að læra að búa til sögur og persónur að…

Sumarfrístund á frönsku „veggjalist“ frá 21. júní til og með 2. júlí, kl. 13-17

Í tvær vikur búa þátttakendur til veggjalist, samkvæmt þema, á lóð franska sendiherrabústaðarins sem er staðsettur í Skálholtsstíg. Í fyrri vikunni finna þátttakendur saman hugmynd um veggmynd sem á að búa til. Þeir rannsaka, gera skissur, ákveða liti og búa til pappírsútgáfu af myndinni. Í seinni vikunni fara þátttakendur að mála myndina á vegg lóðarinnar…

Sumarfrístund á frönsku „frönsk matargerð“ frá 5. til og með 9. júlí, kl. 13-17

Þetta matreiðslunámskeið á frönsku er ætlað nemendum á aldrinum 6 til 10 ára sem hafa áhuga á matargerð. Á hverjum degi uppgötva þátttakendur eitt hérað í Frakklandi og uppskrifir sem eru tengdar því. Þeir elda einn rétt frá héraði dagsins. Síðasta daginn velja þátttakendur uppáhalds uppskrift þeirra og bjóða foreldrum sínum að smakka. Héruðin sem…

Sumarfrístund á frönsku „list úr náttúrulegum efnivið“ frá 12. til og með 16. júlí, kl. 13-17

Á þessari vinnustofu búa börnin til list í opinberu rými úr náttúrulegum efnivið. Þátttakendur finna líka efnivið í ferðum í lystigarði, við sjóinn og í skógi til þess að geta líka búið til samklipp, grasasafn og ýmis listaverk í Alliance Française. Þátttakendur þurfa að vera klæddir eftir veðri (pollagallar, stígvél, vettlingar, o.s.frv.) Markmið að efla…