Bókaspjall: Lolita Séchan og Camille Jourdy, höfundar bókarinnar „Cachée ou pas j'arrive“

Fyrir ári síðan skipulagði Alliance Française bókaráðuneyti barnanna með hópi barna á aldrinum 5 til 8 ára. Hópurinn las 5 barnabókmenntabækur og kaus uppáhaldsbókina sína. Börnin völdu teiknimyndasöguna „Cachée ou pas j’arrive“ eftir Camille Jourdy og Lolita Séchan. Útgefandinn AM Forlag ákvað að þýða þessa bók á íslensku. Hún kemur út í þessum mánuði undir titlinum „Feluleikur“.

Við bjóðum ykkur að fagna útgáfu bókarinnar á íslensku í Alliance Française! Af þessu tilefni munu höfundarnir kynna uppruna bókarinnar í beinni útsendingu frá Frakklandi. Camille Jourdy mun einnig teikna á meðan spjallið fer fram. Að loknum geta börnin teiknað og spurt spurninga sinna í beinni útsendingu. Snarl verður í boði eftir spjallið.

Viðburðurinn er í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, AM Forlag, Institut Français og félag foreldrar frönskumælandi barna.

  • laugardaginn 12. nóvember
  • kl. 15
  • Alliance Française, Tryggvagötu 8, 2. hæð