GÖGN Á FRÖNSKU SEM HÆGT ER AÐ NÁLGAST Í CULTURETHÈQUE
Culturethèque býður upp á helstu blöð og tímarit frá Frakklandi, myndasögur, hljómplötur, skáldsögur, þematengd rit, sjálfsnámsefni í frönsku sem erlent tungumál, bækur og myndasögur fyrir nemendur í frönsku (á öllum stigum), greinar um félagsvísindi, fyrirlestra, heimildaefni af vefnum og tölvuleiki.
Allt efnið er hægt að nálgast á netinu, alltaf, og sumu (sérstaklega bækur) er hægt að hala niður. Allt bókasafnið má nálgast í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu, lestölvu eða hvers kyns aðrar tölvur.
Culturethèque bætist við safnið í miðlaveri Alliance Française í Reykjavík.
Til þess að hafa frían aðgang að Culturethèque er nauðsynlegt að vera félagi í Alliance Française í Reykjavík.