Bíótónleikar Ghost Choir og "Skelin og klerkurinn" eftir Germaine Dulac

Mengi, franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík kynna fyrstu frumsýningu á Íslandi á kvikmyndatónleikum Ghost Choir „Skeljan og klerkurinn“.

Ghost Choir leikur frumsamið tónverk við nafntogaða költmynd „Skelin og klerkurinn“ (La Coquille et le Clergyman), sem Germaine Dulac leikstýrði árið 1928.

Efni myndarinnar eru illdeilur klerks nokkurs og hermanns og eru þar á táknrænan hátt skoðuð áhrif samsömunar og valdboða á samfélagið.

Hljómsveitina Ghost Choir skipa þaulreyndir íslenskir tónlistarmenn með margvíslega músíkreynslu og þeir koma úr öllum áttum tónlistarheimsins: Neðanjarðar hip hopi, nútímajassi, fönki og allan skalann til rokks og popptónlistar. Tónlistarmennirnir eru þeir Hálfdán Árnason (Himbrimi, Legend, Horrible Youth) á bassa, Magnús Trygvason Eliassen (ADHD, Amiina, Moses Hightower) á trommum, Hannes Helgason (Samúel Jón Samúelsson Big Band) og Jóhannes Birgir Pálmason (Epic Rain, Hvörf) á hljómborð og rafhljóðfæri.

Jóhannes Pálmason, Hálfdán Árnason og Hannes Helgason fluttu verkið á listahátíðinni Les Boréales í Frakklandi í nóvember síðastliðnum.

Húsið opnar 19:30

Miðaverð 2.500 kr

  • laugardaginn 9. mars 2024
  • kl. 19:30
  • Mengi, Óðinsgötu 2.