Baudelaire og Parísardepurð – Le Spleen de Paris

Parísardepurð. Stutt ljóð í lausu máli (Le Spleen de Paris, Petits Poèmes en prose) er safn prósaljóða eftir Charles Baudelaire sem kom út í Frakklandi árið 1869. Það hefur nú verið þýtt á íslensku af Ásdísi R. Magnúsdóttur, prófessor í frönsku og frönskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Á viðburðinum mun hún segja frá helstu einkennum verksins, viðtökum þess og áskorunum í þýðingarstarfinu.

Þátttakendum sem þess óska verður boðið að lesa upp uppáhaldsljóð sitt eftir Baudelaire á því tungumáli sem þau velja.

    • Boðið verður upp á fljótandi veitingar.
    • Eintök af bókinni á íslensku verða til sölu eftir viðburðinn.

Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við franska sendiráðið á Íslandi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og  Háskólaútgáfuna.

  • miðvikudaginn 12. júní 2024
  • kl. 20:30
  • Alliance Française