Bakstur á frönsku með Clara

Markmiðið með námskeiðinu er að hjálpa þér að bæta frönsku þína á meðan þú lærir að búa til klassíska franska eftirrétti, suma þekkta og aðra síður þekkta! Sítrónubaka, île flottante, smákökur eða jafnvel tiramisu, þessar uppskriftir verða engin ráðgáta fyrir þig lengur! Nemendur munu læra ýmsar aðferðir (hvernig á að gera bökudeig, crème anglaise…) og, eftir því hvaða námskeið er um að ræða, geta smakkað afraksturinn á staðnum eða tekið hann með sér heim. Sumar uppskriftir þurfa nefnilega biðtíma áður en hægt er að njóta þeirra.

Markmið

Að bæta frönsku sína, sérstaklega orðaforðann

Að uppgötva ómissandi hluta franskrar sætabrauðsgerðar

Hver smiðja kostar 7.500 kr. (allt innifalið)
10% afsláttur ef allar smiðjurnar eru keyptar í einu (27.000 kr.)