Tunglferðin – Georges Méliès

https://youtu.be/d_KOpg-zNjA Tunglferðin eftir Georges Méliès Drama/Vísindaskáldskapur. 1902, 14 mín. Þessi stuttmynd verður synd í tilefni af Sólveigar Anspach kvöldinu. Byggt á Ferðinni til tunglsins eftir Jules Verne (1865) og Fyrstu menn á tunglinu eftir H.G. Wells (1901). Barbenfouillis prófessor skipuleggur ferð til tunglsins ásamt sex öðrum vísindamönnum. Georges Méliès var sjónhverfingamaður og leikstjóri. Hann leikstýrði…

400 högg – François Truffaut

400 högg eftir François Truffaut Dramatísk gamanmynd, enskur texti. 1959, 99 mín. Leikari: Jean-Pierre Léaud. Antoine á stormusöm unglingsár. Skemmtilegast finnst honum að fremja óknytti. Hann lýgur að foreldrum sínum, hann stelur og stingur af. Dag nokkurn kemur lögreglan til skjalanna. Þetta er fyrsta kvikmynd Truffauts og hlaut leikstjórnarverðlaunin í Cannes árið 1959. Þarna fór…

Swagger – Olivier Babinet

Swagger eftir Olivier Babinet Heimildamynd, enskur texti. 2016, 84 mín. Leikarar: Aïssatou Dia, Mariyama Diallo, Abou Fofana. Tónlist eftir Jean-Benoît Dunckel. Swagger sýnir okkur ellefu börn og unglinga, merkilegar persónur hvert um sig, sem búa í einhverjum verstu fátækrahverfum í Frakklandi. Þessi heimildamynd sýnir heiminn eins og þau sjá hann og við heyrum hvað þeim…

Fall Bandaríkjaveldis – Denys Arcand

Fall Bandaríkjaveldis eftir Denys Arcand Mynd frá Kanada. Spennumynd/Glæpamynd, með enskum texta. 2018, 129 mín. Leikarar: Alexandre Landry, Maripier Morin, Pierre Curzi Þessi mynd er á vegum kanadíska sendiráðsins á Íslandi. Hámenntaður einstaklingur, með doktorspróf í heimspeki neyðist til þess að vinna sem sendill til þess að ná endum saman og flækist inn í rán…

Lovísa missir af lestinni – Jean-François Laguionie

Lovísa missir af lestinni eftir Jean-François Laguionie Í þýðingu nemanda í frönsku við Háskóla Íslands. 2015, 75 mín. Sumarið er liðið og Lovísa er ein eftir á auðri baðströnd. Þar er hvorki rafmagn né sími og hún verður að glíma við náttúruöflin og einveruna. Gamlar minningar vakna til lífsins og ævintýrið kviknar. Jean-François Laguionie er…

Kvölin – Emmanuel Finkiel

Kvölin eftir Emmanuel Finkiel Drama, enskur texti. Eftir skáldsögu Marguerite Duras. 2018, 126 mín. Leikarar: Mélanie Thierry, Benoît Magimel, Benjamin Biolay. París í júní 1944. Robert Antelme, forystumaður í andspyrnuhreyfingunni, er handtekinn og fluttur úr landi. Eiginkona hans, Marguerite, er rithöfundur og liðsmaður í hreyfingunni. Hún þarf að kljást við óttann um að heyra ekki…

Lýðurinn og konungur hans – Pierre Schoeller

Lýðurinn og konungur hans eftir Pierre Schoeller Drama/sagnfræði, íslenskur texti. 2017, 121 mín. Leikarar: Gaspard Ulliel, Louis Garrel, Adèle Haenel, Céline Sallette, Laurent Lafitte. Árið 1789 gerir lýðurinn uppreisn. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna fléttast saman. Og þungamiðja sögunnar er afdrif konungsins og koma lýðveldisins. Myndin hreppti verðlaunin á pólitísku kvikmyndahátíðinni í Porto…