TCF vottuð stöðupróf í frönsku

Alliance Française í Reykjavík býður upp á TCF. TCF er próf til að meta hæfni í frönsku. Það er staðlað og vottað af France Éducation International (áður CIEP). Þetta próf er ætlað öllum þátttakendum sem vilja staðfesta hæfni sína í frönsku á auðveldan, öruggan og fljótlegan hátt. Allir þátttakendur fá staðfest vottorð um niðurstöðuna sem tilgreinir hæfnina…

Eins dags frönskunámskeið – laugardagur 28. mars 2020

In this class, students will learn the basics in French:
Greetings & introducing oneself. Giving and asking for personal information (name, address, telephone number, age). Numbers & asking for prices. Communicating in French in the classroom. Expressing likes and dislikes. Prerequisite: no prior knowledge of French whatsoever.

Samkomulag – DELF próf – Tungumálamiðstöð HÍ

Alliance Française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands hafa skrifað undir samkomulag sem hefur það markmið að taka upp opinbert DELF próf á Íslandi fyrir námsmenn í frönsku. Á hverju ári getur frönskugeta námsmanna verið metin samkvæmt alþjóðlegum tungumálastöðlum. Prófin eru sniðin eftir Evrópska tungumálarammanum. DELF eru alþjóleg próf og viðurkennd…

Nýjar bækur um ástina á frönsku – „Les Fêtes galantes“

Nýjar bækur um ástina á frönsku í Alliance Française í Reykjavík í tilefni af „Les Fêtes galantes“ hátíðinni   Correspondance eftir Albert Camus Correspondances amoureuses eftir Catriona Seth Lettres à Anne: (1962-1995) eftir François Mitterrand Fragment d’un discours amoureux eftir Roland Barthes Correspondance amoureuse avec Antoinette de Watteville eftir Balthus Correspondance eftir Abélard et Héloise…

Les Nuits d‘une demoiselle: kvöldstund með djörfum dægurlögum – 21. febrúar 2020 kl. 20

Les Nuits d‘une demoiselle: kvöldstund með djörfum dægurlögum   Föstudaginn 21. febrúar kl. 20 (húsið opnar kl. 19:30) Allir velkomnir (Léttvínsglas í boði) Tónleikar Les Métèques bjóða upp á frönsk og sígild dægurlög. Gérard Lemarquis ljóstrar upp um erótíska merkingu tónlistarinnar. Les Métèques: Anna Von Heynitz (fiðla), Ásta Ingibjartsdóttir (söngur), Eyjólfur Már Sigurðsson (söngur og…

Le Boudoir (Dyngjan) – Myndlistarsýning frá 13. til og með 21. febrúar 2020

Le Boudoir (Dyngjan)   Sýning í Alliance Française í Reykjavik frá 13. til 21. febrúar 2020 Opnun 13. febrúar 2020 kl.18 (léttvínsglas og snarl) „Le Boudoir“ er myndlistarsýning þar sem mætast verk listamannanna Zuzu Knew, Katrínar I. Jónsdóttur Hjördísardóttur, Serge Comte, Nínu Óskarsdóttur og Claire Paugam. Le boudoir (dyngjan) er herbergi sem er skrautað á…

Les Fêtes galantes 2020

„Les Fêtes galantes“ er lítil menningarhátíð sem er tileinkuð ýmiskonar miðlunum ástarinnar. Hátíðin býður upp ástarorðræður í gegnum fjölhæfa atburði: myndlistarsýningu, bækur, tónleika, o.s.frv. Tveir viðburðir; „Le Boudoir“ og „Les nuits d‘une demoiselle“ verða í boði í tilefni þessarar fyrstu hátíðar. „Les Fêtes galantes“ er lítil menningarhátíð sem er tileinkuð ýmiskonar miðlunum ástarinnar. Hátíðin býður…

Kanadakvöld „Matthias et Maxime“ – sunnudagur 2. febrúar kl. 17

Kanadakvöld „Matthias et Maxime“ eftir Xavier Dolan Áhugamaður er að gera stuttmynd og fær tvo æskuvini til að kyssast í myndinni. Eftir þennan léttvæga koss grípur um sig efi hjá vinunum, þeir horfast í augu við tilhneigingar sínar og jafnvægið í vinahópnum raskast sem og í tilveru þeirra sjálfra. Myndin verður sýnd á frönsku með…

Vínkvöld „Wine Calling“ – laugardagur 1. febrúar kl. 18

Þó að það séu yfir 3.000 vínræktendur í Frakklandi, eru minna en 3 prósent þeirra að vinna vínið með lífrænum hætti eða náttúrulegum aðferðum í framleiðslunni. Í kvikmyndinni fáum við að kynnast frönskum vínframleiðendum sem eru taldir vera leiðandi í þesskonar framleiðsluháttum ásamt því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Myndin verður sýnd á frönsku með…

Sólveigar Anspach kvöldið – fimmtudagur 30. janúar kl. 17:50

Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og kvikmyndaframleiðandans Zik Zak. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku eða íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar. Þetta er…