Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi bjóða upp á fjarsímenntunarnámskeið fyrir leikskólakennara og starfsfólk leikskóla til að læra að kynna skólabörnum frönsku.

Þetta námskeið er ætlað leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla sem vilja kynna skólabörnum frönsku í samræmi við áætlun skólans og í tilefni af fjölmenningardegi, evrópskum tungumáladegi o.s.frv.

Þetta símenntunarnámskeið er ekki ætlað frönskukennurum heldur leikskólakennurum og starfsfólki leikskóla sem vilja kynna frönsku í gegnum skemmtileg verkefni og leik í skólanum.

    • Að hafa lært frönsku (t.d. í skóla) er kostur.
    • Námskeiðið verður kennt á frönsku í gegnum Zoom.
    • Í lok námskeiðsins fá þátttakendur lista af kennslugögnum.

Þema: "föndur í tungumálakennslu"

Að föndra skiptir miklu máli í tungumálakennslu en það verður að uppfylla eftirfarandi kröfur. Föndurverkefnið á að vera skemmtilegt án þess að missa markmið sitt sem er að hjálpa börnum að læra tungumálið. Föndurverkefnið á að henta litlum höndum og vera hannað til þess að bæta fínhreyfingar barna. Verkefnið á að vera fjölbreytt til að leyfa börnum að prófa nokkrar aðferðir og nokkur viðfangsefni til að vekja forvitni þeirra. Að lokum á föndurvörurnar að kosta ekki mikið.

Þessi vinnustofa gefur nemendunum tækifærið að læra hvernig á að bjóða upp á föndurverkefni í tungumálakennslu á skemmtilegan, gagnlegan og hagkvæman hátt!

Dagsetningar

Föstudagur 28. maí 2021, kl. 14-16.

Skráning fyrir 25. maí 2021.

Ókeypis námskeið