Stuttmyndakvöld á verðlaunahátíð Sólveigar Anspach 28. september kl. 16:30 – RIFF.
Dómnefnd, undir forsæti Veru Sölvadóttur, valdi sex bestu stuttmyndirnar 2023, þrjár á íslensku og þrjár á frönsku. Allar sex myndirnar verða sýndar í röð og að því loknu verður verðlaunaathöfn.
-
- Fár – Gunnur Martinsdóttir Schlüter
- Chasing Bird – Una Lorenzen
- Allt um kring – Birna Ketilsdóttir Schram
- Ditch – Nellie Carrier
- Madeleine – Raquel Sancinetti
- Marée Haute – Noha Choukrallah
Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og RIFF. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku og íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar.
Frekari upplýsingar
- Viðburðurinn er opinn öllum og kostar ekkert inn en það þarf að skrá sig.
- Léttar veitingar verða í boði að verðlaundaafhendingu lokinni.
- Laugardagur 28. september kl. 16:30
- Háskólabíó