Í tvær vikur búa þátttakendur til veggjalist, samkvæmt þema, á lóð franska sendiherrabústaðarins sem er staðsettur í Skálholtsstíg.
-
- Í fyrri vikunni finna þátttakendur saman hugmynd um veggmynd sem á að búa til. Þeir rannsaka, gera skissur, ákveða liti og búa til pappírsútgáfu af myndinni.
- Í seinni vikunni fara þátttakendur að mála myndina á vegg lóðarinnar í Skálholtsstíg. Veggurinn getur þá notið sín á ný!
Til þess að vekja sköpunargáfu þátttakanda verða líka áætlaðar ferðir til að uppgötva veggjalist sem er til í Reykjavík.
Þematillaga
Þegar eldgos hefst eins og á Reykjanesskaga eru svörtu og rauðu litirnir allsráðandi. Landslagið, þó það sé heillandi, er brennt og laust við allt líf. Eftir nokkur ár hefst endurreisn og landslagið breytist. Frjósemi öskunnar fæðir gróskumikið grænt landslag. Lífið birtist smám saman aftur.
Markmið
-
- að uppgötva orðaforða sem tengist eldvirkni og gróðri
- að uppgötvaðu tækni við veggjalist
- að læra að vinna í teymi með öðrum þátttakendum
Kennari: Nermine El Ansari
Kennsluefni innifalið.
-
- Vinnustofan er ætluð börnum frá 8 til 13 ára.
- Við mælum með stigi A2 í frönsku til að geta fylgst með vel.
- Lágmark: 4 börn. Hámark: 8 börn.
- Kennsluefni og síðdegishressing innifalin (frönsk kex og ávextir annan hvern dag og croissants síðasta daginn)