Opnun sýningar á verkum Bjarna Hinrikssonar

Verið þið velkomin að hitta myndasöguhöfundinn Bjarna Hinriksson og spjalla við hann á frönsku og á íslensku!

Hann mun bjóða upp á sýningu á verkum hans í tilefni af útgáfu bókarinnar sinnar „Vonarmjólk“ sem safnar saman flestum svarthvítum myndasögum sem hann hefur gert á ferlinum frá 1985 til 2017. Margar hafa birst í tímaritum og blöðum á Íslandi eða erlendis, aðrar hvergi sést áður.

Af því tilefni verður dregið til að vinna myndasögubókina.

Um Bjarna Hinriksson

Bjarni Hinriksson er fæddur í Reykjavík 1963. Hann er myndasöguhöfundur. Hann tók nám í myndasögudeild École Regionale des Beaux-Arts í Angouléme Frakklandi 1985-89.

Hann er einn stofnenda myndasöguhópsins Gisp! sem starfað hefur síðan 1990. Bjarni hefur gefið út margar myndasögubækur, haldið sýningar á verkum sínum á Íslandi og erlendis, skipulagt myndasöguhátíðir og sýningar.

Bjarni vann í grafískri hönnun hjá RÚV í mörg ár. Hann kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík og er þýðandi hjá RÚV.

Í „Vonarmjólk“ er safnað saman flestum svarthvítum myndasögum sem Bjarni Hinriksson hefur gert á ferlinum frá 1985 til 2017. Margar hafa birst í tímaritum og blöðum á Íslandi eða erlendis, aðrar hvergi sést áður.

Frekari upplýsingar

    • Öll velkomin
    • Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík, Tryggvagötu 8.
    • Léttar veitingar og léttvín í boði
    • föstudaginn 18. október 2024 kl. 18