„Stökk kvenna í íþróttum“ - Sýning til heiðurs baráttu kvenna á Ólympíuleikunum

Sýningin „Stökk kvenna í íþróttum“ („Les Elles des Jeux“) gerir okkur kleift að skoða stórkostlegar framfarir kvenna á meira en 130 árum, allt frá útskúfun kvenna í íþróttum til baráttu þeirra fyrir jafnrétti. Þessi sýning er hluti af menningaráætlun Parísar 2024 og ber merkið „Menningarlegir ólympíuleikar“.

Konur og Ólympíuleikarnir hafa stangast á í gegnum söguna. Fyrst um sinn var konum meinað um þáttöku á Ólympíuleikunum við endurreisn þeirra í lok 19. aldar. Það tók áratugi fyrir íþróttakonur að smátt og smátt öðlast sess í íþróttum almennt og sérstaklega í Ólympíuleikunum. Þessi langa barátta var mörkuð af fordómum og bönnum en sem betur fer risu upp frá því fullt af frábærum og eftirminnilegum brautryðjendum.

Meðal þessara brautryðjenda má nefna Alice Milliat sem skipulagði heimsleika kvenna árið 1922. Einnig má nefna alls konar frábærrar íþróttakonur eins og Christine Caron, Marie-José Pérec, Laure Manaudou eða nýlegri dæmi svo sem Clarisse Agbegnenou og Simone Biles. Þeim hefur tekist með rödd sinni eða frammistöðu að skapa sér verðskuldaðan sess í hinni miklu sögu heimsíþróttanna. Sögur einstaklinga geta stundum verið sigur sem fer vel út fyrir verðlaunapalla eða medalíur.

  • frá 6. júní til og með 12. júlí 2024 á opnunartíma
  • á opnunartíma
  • Alliance Française