Hljóðvarpsgerð um Ólympíuleikana

Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra 2024 nálgast! Í þessari vinnustofu setja þátttakendur  sig í spor blaðamanna og búa til eigið hljóðvarp á frönsku. Þeir fjalla um þemu sem tengjast þessum alþjóðlega íþróttaviðburði: grunngildi Ólympíuleika, hugmyndina um vopnahlé á Ólympíuleikunum, íþróttagreinar í gegnum aldirnar, þátttöku kvenna, viðurkenningu Ólympíuleika fatlaðra o.s.frv. Þátttakendur gera rannsóknir og svo taka upp og búa til hljóðvarp. Lokamarkmið vinnustofunnar er að birta hljóðvarpið á samfélagsmiðlum Alliance Française á meðan á Ólympíuleikunum stendur.

Dagsetningar og tímasetningar

Vinnustofur fara fram kl. 14:00-17:30 daglega.

Upplýsingar

    • Aldur: 12 til 15 ára
    • Lágmark og hámark þátttakenda : 4 til 8 þátttakendur
    • Smá hressing verður í boði.
    • Við mælum með stigi A2 í frönsku til þess að geta tekið þátt.
  • DAGSETNINGAR: frá 24. til 28. júní kl. 14:00-17:30 (17,5 klst.)
  • VERÐ: 34.900 kr.

    • Systkinaafsláttur: -10% af gjaldi annars.
SKRÁNING