Pallborð: Baskneskt menningasetur á Djúpavík, seigla og gróska menningarlífs á landsvæðinu

Alliance Française, í samstarfi við franska sendiráðið á Íslandi og sendiráð Spánar á Íslandi, býður upp á kvöld á frönsku um sameiginlega sögu Íslendinga og Baska í tilefni af heimsókn þjóðfræðingsins Denis Laborde, silfurverðlaunahafa CNRS árið 2020.

Tveir aðrir gestir munu taka þátt í pallborðsumræðunum: Xabier Agote, forseti Albaola samtakanna (baskneska skipasmíðastöðin í Pasaia, nálægt Saint-Sébastien) og Enara Novillo, samskiptastjóri smíðastöðvarinnar. Þar verður fjallað um fjöldamorð Baska á Vesturfjörðum árið 1615, auk minningarstarfseminnar sem leiddi til stofnunar nýs safns í Djúpavík en vígsla þess er áætluð 7. júní.

Elísabet Gunnarsdóttir, gjaldkeri Baskavinafélagsins á Íslandi, verður einnig viðstödd. Hún mun geta svarað spurningum á íslensku eða frönsku þegar tekið verður við spurningum úr sal.

Denis Laborde verður á landinu sem hluti af alþjóðlegu vísindasamstarfi í samvinnu við franska sendiráðið og Rannís (PHC Jules Verne).

Boðið verður upp á léttvínsglas að dagskrá lokinni.

Viðburðirinn fer fram á frönsku.

  • þriðjudaginn 4. júní 2024
  • kl. 20:30
  • Alliance Française, Tryggvagötu 8