Sýningin samanstendur af myndum tengdum kvikmyndinni WOMAN, heimildamynd sem ljáir tvö þúsund konum rödd í 50 mismunandi löndum.

Leikstjórarnir Anastasia Mikova og Yann Arthus-Bertrand ferðuðust um heiminn til að reyna að skilja hvað það þýðir að vera kona í heiminum í dag.

WOMAN byggir á vitnisburði myndavélarinnar og fjallar um fjölbreytt viðfangsefni líkt og móðurhlutverkið, menntun, hjónaband, fjárhagslegt sjálfstæði og kynhneigð.

Á þessari sýningu bjóðum við þér að skoða úrval portrett mynda sem teknar voru við tökur myndarinnar.

    • Sýningin verður sýnileg frá 1. til og með 31. desember 2023 á opnunartíma.
    • Textarnir eru á frönsku, íslensku og ensku.