"The Night of the 12th" - frumsýning og pallborð

Þann 25. nóvember verður alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Af því tilefni gengur Alliance Française í Reykjavík til liðs við sendiráð Frakklands á Íslandi, Bíó Paradís og Kvenréttindafélag Íslands til að bjóða ykkur upp á ókeypis frumsýningu bíómyndarinnar „The Night of the 12“ eftir Dominik Moll og pallborð.

Bíómyndin „The Night of the 12“ verður frumsýnd í Bíó Paradís kl. 14. Að sýningu lokinni verða pallborðsumræður. Eftir pallborðið verður boðið upp á að taka þátt í Ljósagöngu UN Women sem mun hefjast kl. 17.

Þátttakendur í pallborði

  • Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra og stjórnandi aðgerðarteymis stjórnvalda gegn ofbeldi gegn konum.
  • Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ og talskona Stígamóta.
  • Hönnuður­inn, lista­kon­an og leik­kona Alice Oli­via Cl­ar­ke, sem hélt ræðu á Arnarhóli þann 27. október sl. um stöðu kvenna af erlendum uppruna.
  • Auður Önnu Magnúsdóttir, Framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands.
  • Umræðunum stjórnar María Lea Ævarsdóttir fyrrverandi stjórnandi Reykjavík Feminist Film Festival og núverandi formaður WIFT á Íslandi.

Um myndina „The Night of the 12th“

Við fylgjumst með rannsóknarlögreglumanni sem getur ekki hætt að hugsa um morðið á Clöru – hvað gerðist eiginlega þetta kvöld?  Myndin vann til flestra César verðlauna árið 2023, m.a. sem besta mynd ársins í Frakklandi en myndin var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni Cannes 2022.

Viðburðurinn verður haldinn á ensku og myndin sýnd með enskum texta en fólk þarf að bóka frímiða á viðburðinn.

  • laugardaginn 25. nóvember kl. 14
  • Bíó Paradís