Kynntu þér litríka heim kolkrabbans mikla sem Anaïs Brunet myndskreytti.

Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi bjóða ykkur að uppgötva vatna- og litríka heim Anaïs Brunet í tilefni heimsóknar hennar á barna- og unglingabókmenntahátíð Mýrin. Hún er rithöfundur barnabóka og myndskreytir þær.

Ef þið þekkið bókina „Le Grand Poulpe“ munið þið heillast af frumritum bókarinnar sem hún lánaði okkur fyrir þessa sýningu.

    • Sýningin verður sýnileg frá 20. september til og með 13. október á opnunartíma.
    • Boðið verður upp á listvinnustofu fyrir börn miðvikudaginn 11. október í Alliance Française. Frekari upplýsingar birtast síðar.

Eftir að hafa lagt stund á arkitektúr, gaf Anais Brunet út sína fyrstu bók árið 2017: Belle Maison pour Sarbacane. Í dag starfar hún fyrir helstu útgefendur Frakklands: l’Ecole des Loisirs, Albin Michel, Didier Jeunesse, MeMo, Hélium. Hún skrifar og myndlýsir bækur sínar, notar gouache til að framkalla fínlegar, líflegar, ríkulegar myndir. Hún býr í París, þar sem hún kennir einnig hönnun við listaskóla. Bækur hennar hafa hlotið verðlaun og athygli fjölmiðla.

Le Grand Poulpe er saga um stóran kolkrabba sem hefur alls átta ólíka persónuleika.